BA verkefnið hefur tekið við.
Mér líður undarlega.
Ég fór í klippingu á laugardaginn og þeminn var ,,off with it all".
ég nenni ekki að vera með fallega síða hárið.
svo það fékk að fjúka.
mörgum lokkum síðar.....
það kannski sest ekki nógu vel á mér og sillu örnu-systur en ég er komin með stutt hár.
annarakel segir að það sé einhver undarlega svifryksmengun yfir íslandi, ég veit ekki með það en ég veit að ég vil breytingar.
ég reyndi að kjósa um þær en það gekk ekki eftir.
en það sem ég get gert er að byrja á sjálfri mér og það er hérmeð hafið.
ég er eitthvað ósátt, hlutirnir eru ekki alveg eins og þeir eiga að vera, það er eitthvað ekki alveg rétt.
kannski gekk mér ekkert svakalega vel í prófunum.
kannski er það íbúðar-óvissa.
framtíðar-óvissa.
ég satt best að segja veit það ekki.
mér er búið að líða undarlega í sirka bát viku.
amk viku.
byrjaði seinustu helgi á því að ég varð þögul. það er once in a blue moon type-a thing.
ég er farin að setja spurningamerki við allt og ekkert.
klipping fyrst, hvað svo?
le temps changent syngja frönsku félagarnir mínir svo ljúft, ég held það sé bara nokkuð rétt hjá þeim.
velti upp spurningunni í vikunni
,,er ég komin á þann aldur að þurfa geta séð meira en tvær vikur fram í tímann með þeim sem ég deili rekkju með"
framtíð...
kynlegt fyrirbæri.
ég sem hélt ég væri svo fullorðin að lifa í núinu.
hætt að efast um allt og spyrja spurninga.
það kallast víst að vera ekki viss.
enda einhvern ónotatilfinning hefur tekið sér kyrrfestu í sálartetrinu og hjartastrengjunum.
ég komst að því að ég veit ekki hvað ég vil.
ég held ég viti hvað ég á að vilja.
en svo fer hjartað að fokka höfðinu upp og hvað gerist?
jú ég verð þögul.
þögul sem gröfin.
slík er staðan í dag.
fæst orð bera minnst ábyrgð svo ég er þögul.
kannski er svarið að finna í fortíðinni.
kannski afgreiddi ég hana ekki nægilega vel.
kannski fæ ég ekki lykilinn að framtíðinni fyrr en ég sleppi.
eða ég bara veit ekkert í minn haus.
það gæti líka verið.
best að snúa sér að sparnaði.
siggadögg
-týnda stelpan sem finnur týnda stráka-
2 ummæli:
Bíddu var ég að skrifa þetta, ég sver það! Ég held að þetta sé rétt hjá önnu líka, það eru undarlegir straumar á ferð, negative energy I tell you!
hah! ég fékk líka nóg og lét klippa á mig topp, stytta mikið og þynna eins og mögulegt var.
Skrifa ummæli